Fótbolti

Hannes: Við erum í vígahug

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Hannes er klár í Króatana.
Hannes er klár í Króatana. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson var fljótur að hrista af sér tapið gegn Nígeríu og horfir brattur fram á veginn.

„Menn voru aðeins niðri eftir leikinn en það er nú samt þannig að við erum enn í bullandi séns. Það er ekkert langsótt að Argentína vinni Nígeríu og ef við vinnum okkar leik erum við í séns,“ segir markvörðurinn bjartsýnn.

„Við höfum oft verið með bakið upp við vegg áður og oft höfum við verið í þeirri stöðu að eitthvað hefur verið langsótt en gerðist samt. Hlutirnir hafa tilhneigingu til þess að ganga upp hjá okkur. Ég hef trú á því að það gerist á þriðjudaginn.“

Hannes Þór segir að það komi ekki til greina að detta eitthvað niður heldi verði menn að mæta með kassann úti gegn Króötum.

„Við erum í vígahug og erum klárir. Við getum ekki beðið eftir þessu. Við erum með smá óbragð í munninum eftir Nígeríuleikinn og ætlum að sýna okkar rétta andlit gegn Króatíu. Við erum í dauðariðlinum á HM og viðbúið að við gætum tapað leik. Leikurinn gegn Nígeríu var þá bara tapleikurinn“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist

Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik.

Kári veit ekkert um hvort hann fari til Tyrklands

Kári Árnason var á dögunum sagður hafa gert munnlegt samkomulag við tyrkneska liðið BB Erzurumspor. Hann var spurður út í stöðu sinna mála á blaðamannafundi landsliðsins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×