Innlent

Kona með tvö börn í sjálfheldu ofan við Ísafjörð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rúmum hálftíma eftir að útkall barst voru fyrstu menn komnir að fólkinu.
Rúmum hálftíma eftir að útkall barst voru fyrstu menn komnir að fólkinu. Vísir/Vilhelm
Rétt fyrir klukkan tvö í dag voru björgunarsveitir á Ísafirði og Hnífsdal kallaðar út vegna fólks sem er í sjálfheldu ofarlega í Eyrarfjalli ofan við Ísafjörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Um er að ræða konu með tvö börn. Jarðvegurinn í fjallinu er laus og hlíðarnar mjög brattar. Konan og börnin treysta sér ekki til að fara hvorki áfram upp né niður og eru orðin skelkuð.

Rúmum hálftíma eftir að útkall barst voru fyrstu menn komnir að þeim, þau eru óslösuð en orðið kalt. Þau eru nú lögð af stað niður í fylgd björgunarsveitarfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×