Lífið

Gerði grín að Terry Crews fyrir að segja frá kynferðisofbeldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Terry Crews og 50 Cent.
Terry Crews og 50 Cent. Mynd/Samsett
Bandaríski rapparinn 50 Cent hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að gera grín að leikaranum Terry Crews eftir að sá síðarnefndi steig fram og sagði frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir.

Crews greindi frá áreitninni í október en hann sakaði kvikmyndaframleiðanda um að hafa gripið í kynfæri sín á viðburði í Hollywood. Crews kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings á þriðjudag og sagði frá upplifun sinni auk þess sem hann hvatti karlkyns þolendur kynferðisofbeldis að stíga fram, líkt og konur hafa gert í stríðum straumum í kjölfar #MeToo-byltingarinnar.

Frásögn Crews frá því á þriðjudag hefur vakið mikla athygli og virðast flestir fagna innleggi leikarans í umræðuna um kynferðisofbeldi gegn karlmönnum. Aðrir hafa ekki verið eins ánægðir, þar á meðal rapparinn 50 Cent, en hann gerði grín að Crews á Instagram-reikningi sínum eftir að myndband frá fundi þingnefndarinnar fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í færslu 50 Cent mátti sjá myndir af Crews. Á einni þeirra stóð „Mér var nauðgað, eiginkona mín horfði bara á það“ og þá gaf 50 Cent til kynna að honum þætti málið allt hið fyndnasta. Rapparinn eyddi færslunni skömmu síðar en skjáskot af henni ganga enn manna á milli á samfélagsmiðlum.

Þá hafa samfélagsmiðlanotendur keppst við að lýsa yfir vanþóknun sinni á hegðun 50 Cent.

Og margir hafa auk þess beint spjótum sínum að öðrum karlmönnum sem hafa gert grín að Crews fyrir að stíga fram. Fáein tíst þess efnis má sjá hér að neðan, þar á meðal frá leikkonunni Chelsea Peretti .


Tengdar fréttir

„Níðingar vernda níðinga“

Terry Crews segir ritstjóra, sem nú er sakaður um kynferðislega áreitni, hafa hótað honum að birta upplogna frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×