Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót.

Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni, en rætt verður við hana í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar skoðum við líka af hverju Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag og kynnumst stóðhestinum Þráni frá Flagbjarnarholti sem er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×