Íslenski boltinn

Vandræðalaust hjá Fram | Mikilvægir sigrar hjá Njarðvík og Þrótti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framarar fagna í kvöld.
Framarar fagna í kvöld. vísir/skjáskot

Fram lenti í engum vandræðum með Hauka er liðin mættust á Laugardalsvelli í sjöundu umferð Inkasso-deildarinnar. Lokatölur 3-1.

Fyrsta markið kom skömmu fyrir hlé en það skoraði Tiago Manuel Silva Fernandes með þrumuskoti fyrir utan teig. Boltinn yfir Jökul Blængsson og 1-0.

Tiago var aftur á ferðinni er fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þriðja markið skoraði Frederico Bello Saraiva eftir laglega sókn Framara. Gunnar Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Hauka á 89. mínútu og lokatölur 3-1.

Eftir sigurinn er Fram í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig. Þeir eru þremur stigum á eftir HK sem er í öðru sætinu en Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig.

Á Selfossi vann Þróttur 1-0 sigur á heimamönnum en markið skoraði Ólafur Hrannar Kristjánsson eftir rúmlega klukkutíma leik. Þróttur í sjötta sætinu með tíu stig en Selfoss með sjö stig í því níunda.

Að lokum unnu nýliðar Njarðvíkur svo sinn annan sigur í Inkasso-deildinni en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í Breiðholtnu. Magnús Þór Magnússon kom ÍR yfir en Máni Austmann jafnaði. Sigurmarkið skoraði svo Arnór Björnsson sex mínútum fyrir leikslok.

Nýliðarnir eru komnir í áttunda sæti deildarinnar með níu stig en ÍR er í veseni. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar einungis með þrjú stig eftir einn sigur í fyrstu sjö leikjunum.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.