Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum. Vísir/Ernir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang umferðarslyss sem varð í botni Hestfjarðar í Ísafjarðardjúpi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er mikill viðbúnaður vegna slyssins en lögregla, sjúkralið og björgunarsveitarmenn eru að störfum á vettvangi. Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um slys á fólki eða tildrög slyssins.

Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrla gæslunnar kölluð út um klukkan 16:45 og var nýlent á slysstað klukkan 17:30. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um aðstæður á vettvangi.

Þá er Djúpvegur í Hestfjarðarbotni lokaður vegna slyssins.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.