Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það vantar 200 leikskólakennara í Reykjavík að sögn leikskólastjóra og því eru markmið nýs meirihluta í borginni, um að fjölga leikskólaplássum, talin óraunhæf. Rætt verður við leikskólastjóra í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og staðan tekin á leikskólunum.

Einnig verður fjallað um ítrekaðar kvartanir íbúa Lindargötu vegna skjólstæðinga Gistiskýlisins, sem er í hverfinu. Íbúarnir segja útigangsmenn ítrekað hafa áreitt fólkið í hverfinu, þeir hræði börn og steli eignum. Einhverjir íhuga skaðabótakröfu á hendur borginni.

Í fréttatímanum verður rætt við Ólaf Jóhann Ólafsson sem fagnar samruna AT&T og Time Warner en hann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi. Við tölum við sænskan prófessor sem segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af mikilli neyslu þunglyndislyfja og við sláumst í för með börnum í pödduleit í Elliðaárdalnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.