Fótbolti

Mohamed Salah spilar á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty

Egyptar fengu frábærar fréttir daginn fyrir fyrsta leik liðsins á HM í fótbolta í Rússlandi.

Mohamed Salah, sem meiddist á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, er búinn að ná sér af meiðslunum og verðum með á móti Úrúgvæ á morgun.

Héctor Cúper, þjálfari Egypta, talaði um þetta á blaðamannafundi í dag. „Það er næstum því 100 prósent öruggt að hann spili leikinn á morgun ef að ekkert óvænt gerist,“ sagði Héctor Cúper.Mohamed Salah fór grátandi af velli í úrslitaleiknum í Kiev og margir óttuðust að hann myndi missa af HM vegna meiðslanna.

Meðferðin hjá Mohamed Salah hefur gengið framar vonum og nú er komið í ljós að hann getur spilað alla leiki Egypta á HM svo framarlega sem hann meiðist ekki aftur.

Egyptaland og Úrúgvæ eru í A-riðli en hin liðin, Rússland og Sádi-Arabía mætast í opnunarleik HM á eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.