Fótbolti

Mohamed Salah spilar á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Egyptar fengu frábærar fréttir daginn fyrir fyrsta leik liðsins á HM í fótbolta í Rússlandi.

Mohamed Salah, sem meiddist á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, er búinn að ná sér af meiðslunum og verðum með á móti Úrúgvæ á morgun.

Héctor Cúper, þjálfari Egypta, talaði um þetta á blaðamannafundi í dag. „Það er næstum því 100 prósent öruggt að hann spili leikinn á morgun ef að ekkert óvænt gerist,“ sagði Héctor Cúper.





Mohamed Salah fór grátandi af velli í úrslitaleiknum í Kiev og margir óttuðust að hann myndi missa af HM vegna meiðslanna.

Meðferðin hjá Mohamed Salah hefur gengið framar vonum og nú er komið í ljós að hann getur spilað alla leiki Egypta á HM svo framarlega sem hann meiðist ekki aftur.

Egyptaland og Úrúgvæ eru í A-riðli en hin liðin, Rússland og Sádi-Arabía mætast í opnunarleik HM á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×