Fótbolti

Heimir: Öll lið vilja hafa leikmann eins og Aron

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Íslenska landsliðið var á blaðamannafundi í Moskvu í dag þar sem landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum frá heimspressunni.

Aron Einar hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu en hefur náð sér góðum af þeim og er leikfær fyrir leikinn mikilvæga gegn Argentínu á morgun.

„Ég segi kannski ekki að Aron sé ómetanlegur en hann er gríðarlega mikilvægur fyrir hópinn. Við höfum þurft að spila án hans og það hefur sést á liðinu. Aron er mikill stjórnandi og þekkir allar stöður á vellinum. Það er þessi karakter sem við þurfum að fá í leik okkar gegn Argentínu,“ sagði Heimir.

„Það eru allir þjálfarar í heiminum sem eru að leita að leikmanni eins og Aroni. Leikmanni sem fórnar sér fyrir liðið og gefur sig allan fram,“ bætti þjálfarinn við.

„Þetta er mikið hrós sem ég fæ frá Heimi,“ sagði Aron Einar eftir lofræðu þjálfarans og brosti.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×