Fótbolti

Aron: Fattaði er ég labbaði inn í herbergið hversu stórt þetta er

Henry Birgir Gunnarsson í Moskvu skrifar
Þær voru mismunandi spurningarnar á fundi dagsins.
Þær voru mismunandi spurningarnar á fundi dagsins. vísir/vilhelm
Blaðamannafundur Íslands fór fram í troðfullu herbergi þar sem hitinn var mikill og svitinn meiri. Þessi gríðarlegi áhugi á íslenska liðinu kom landsliðsfyrirliðanum svolítið á óvart.

„Er ég labbaði inn í herbergið fattaði ég hversu stórt þetta er," sagði Aron Einar en það voru blaðamenn frá öllum heimshornum og ótrúlegustu löndum mættir. Það hafa allir áhuga á Íslandi.

„Okkur líður mjög vel og það má vel þakka KSÍ fyrir hversu vel sambandið hefur staðið að hlutunum. Það er allt gert fyrir okkur en svo er bara spurning hvernig við tæklum þetta og gírum okkur inn í leikinn."

Fyrirliðinn er mjög ánægður með undirbúninginn og segir að andinn í liðinu sé ótrúlega góður.

„Mér líður eins og allir séu í góðu jafnvægi. Það er mikið sjálfstraust og góð keyrsla á æfingum. Menn að taka vel á því. Við erum reynslumeira lið en síðast og þekkjum það að taka þátt á lokamóti. Ég sé það á mönnum að öllum líður vel."

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×