Innlent

Leikurinn gegn Argentínu hafði rosaleg áhrif á vatnsnotkun

Bergþór Másson skrifar
Línurit sem sýnir vatnsnotkun í Reykjavík.
Línurit sem sýnir vatnsnotkun í Reykjavík. Veitur
Landsleikur gærdagsins hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga. Lesa má áhugaverðar upplýsingar um hegðun og atferli borgarbúa úr skráningu á því magni sem fór í gegnum vatnsveituna frá því klukkan 09:00 um morguninn og fram eftir degi.

Myndin sýnir að Reykvíkingar hafi byrjað daginn snemma. Notkun nær síðan hámarki um klukkan 11 og eftir það hríðfellur hún rétt fyrir upphaf leiksins kl 13:00.

Ef rýnt er í myndina má sjá þegar vatnsnotkun minnkar enn frekar þegar mörk Argentínu og Íslands eru skoruð á 19. og 23. mínútu.

Í hálfleik eykst vatnsnotkun snögglega en minnkar svo hratt aftur þegar seinni hálfleikur hefst.

Þegar leiknum lýkur kemur annar toppur í vatnsnotkun og virðist sem margir hafi skellt sér sér á klósettið og fylgst svo með umfjöllun um leikinn eftir að honum lauk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×