Lífið

Jón Jónsson slær met á Íslenska listanum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jón Jónsson hefur verið duglegur að senda frá sér lög undanfarið.
Jón Jónsson hefur verið duglegur að senda frá sér lög undanfarið. Fréttablaðið/Stefán
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson setti núna um helgina met íslenskra listamanna á Íslenska listanum á útvarpsstöðinni FM957. Jón er fyrsti listamaðurinn hér á landi sem nær að hafa þrjú lög á listanum sömu vikuna.

Lagið hans Dance With Your Heart er í áttunda sæti listans og á uppleið en tvö lög frá söngvaranum voru kynnt inn á listann „líkleg til vinsælda.“ Eru það þjóðhátíðarlög Jóns og Friðrik Dórs bróður hans, Á Sama Tíma Á Sama Stað og lagið Heimaey.

Íslenski listinn hefur verið í loftinu frá árinu 1986. Jón Axel sá fyrst um hann á Bylgjunni en um aldarmótin færðist hann yfir á FM957 þar sem hann hefur verið vinsæll dagskrárliður síðan, nú undir stjórn Kristínar Rutar Jónsdóttur útvarpskonu sem er einmitt dóttir Jón Axels. 

Hér að neðan má hlusta á lögin sem tryggðu Jóni þennan skemmtilega heiður.

Dance With Your Heart

Á Sama Tíma Á Sama Stað

Heimaey


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×