Innlent

Ísfisktogarinn Akurey AK-10 kominn til hafnar í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Akurey AK-10 við bryggju í Reykjavík í dag.
Akurey AK-10 við bryggju í Reykjavík í dag. vísir/frikki
Varðskipið Þór er nú komið til Reykjavíkur með ísfisktogarann Akurey AK-10 sem varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gærmorgun.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að þegar beiðni um aðstoð hafi borist gæslunni, á sjöunda tímanum í gærmorgun, hafi Þór verið í tæplega 70 sjómílna fjarlægð þar sem hann var staddur á Bíldudal.

Upp úr klukkan eitt eftir hádegi var varðskipið svo komið á vettvang og gekk greiðlega að koma taug á milli skipanna.

Þór hélt síðan áleiðis til Reykjavíkur með ísfisktogarann í togi en siglingin gekk vel og tók tæpan sólarhring.

Varðskipið kom með Akurey AK-10 að Engey á tólfta tímanum í dag en þar tóku dráttarbátar Reykjavíkurhafnar við og drógu skipið að bryggju.

Hér sést varðskipið með togarann í togi fyrir utan Reykjavík.Jón Páll Ásgeirsson

Tengdar fréttir

Varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum

Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×