Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fordæmi að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna. Rætt verður við Helgu Völu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30. Flóttamannabúðir barna í Bandaríkjunum hefur vakið óhug margra en utanríkismálanefnd þingsins fundar um málið eftir helgi og boðað hefur verið til mótmælagöngu upp að bandaríska sendiráðinu á fimmtudaginn.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um íbúð í Stigahlíð þar sem á annan tug hælisleitendenda búa en lögregla og sérsveitin hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af íbúum. Nágrannar hafa áhyggjur af aðbúnaði hælisleitendanna og af öryggi annarra íbúa í hverfinu. Við fjöllum einnig um fyrsta borgarstjórnarfundinn á þessu kjörtímabili þar sem borgarstjóri vonar að samstaða muni ríkja um mörg mál. Oddvitar tveggja minnihlutaflokka boða aftur á móti harða stjórnarandstöðu.

Við verðum í beinni frá Laugardalnum þar sem allt er að verða tilbúið fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice og við hittum 17 ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum sem eru hér á landi til að hitta íslenska ættingja sína í fyrsta skipti.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×