Innlent

Útlit fyrir hæglætisveður eftir helgi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrir austan verður víðast hvar bjart veður í dag og hámarkshiti um og yfir 20 stig.
Fyrir austan verður víðast hvar bjart veður í dag og hámarkshiti um og yfir 20 stig. VÍSIR/EYÞÓR

Búast má við vestlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda þegar kemur fram á daginn, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Það verður þungbúið áfram um vestanvert landið með lítils háttar súld af og til og hámarkshitinn um 10 stig. En þar sem sólin nær að brjótast fram, þá helst á S-landi, má reikna með hærri hámarkshita. Fyrir austan verður víðast hvar bjart veður í dag og hámarkshiti um og yfir 20 stig. Eftir helgi er útlit fyrir hæglætisveður, skýjað með köflum en sums staðar smásúld við ströndina.

Er sérstaklega varað við snörpum hviðum við fjöll norðvestan til á landinu og austan við Tröllaskaga fram eftir morgni, þar sem hviður geta náð allt að 25 metrum á sekúndu.

Veðurhorfur á landinu í dag

Suðvestan 5-15 m/s, hvassast N- og A-til. Dregur smám saman úr vindi í dag. Skýjað og smásúld V-lands og hiti 8 til 12 stig, en víða bjart A-til og hiti víða 12 til 22 stig, hlýjast SA-lands. Hægari á morgun, víða bjart veður og heldur hlýnandi V-lands.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og hiti 8 til 18 stig, svalast við ströndina.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum. Hiti svipaður.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og skýjað eða skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðaustanlæg átt, dálítil rigning SV- og V-lands, en annars þurrt að kalla. Áfram milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.