Lífið

Dýraspítalinn: Naggrísinn svæfður fyrir tannhreinsun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluvert ferli þegar naggrís fer í tannhreinsun.
Töluvert ferli þegar naggrís fer í tannhreinsun.
Í maí hófu göngu sína þættirnir Dýraspítalinn á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Þættirnir eru í umsjón Heimis Karlssonar.

Þættirnir fjalla um dýr og dýralækna. Í þáttunum er farið inn á dýraspítala víðsvegar um landið en í síðasta þætti var kíkt í heimsókn á dýraspítalann í Víðidal.

Fylgst var með Randý Friðjónsdóttur að gera naggrísinn Flosa kláran fyrir tannhreinsun og svo tók dýralæknirinn Hrund Óladóttir við og framkvæmdi tannhreinsun.

„Hann er að kúka á mig,“ heyrðist í Randý þegar hún tók Flosa upp.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta fer fram en svæfa þurfti naggrísinn Flosa fyrir hreinsunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×