Lífið

Bjargaði drónanum á síðustu stundu frá votri gröf

Samúel Karl Ólason skrifar
Svorking á sundi.
Svorking á sundi.
Dave Svorking, áhugadrónaflugmaður, tókst með naumindum að bjarga dróna sínum frá votri gröf. Hann hafði verið að fljúga drónanum yfir vatni þegar rafhlaða hans kláraðist. Þegar það gerist lendir dróninn hægt en þarna var hann yfir vatni þegar aðflugið hófst.

Svorking þurfti því að taka ákvörðun í flýti, kasta frá sér öllu og stinga sér til sunds með öndum og öðrum fuglum. Rétt áður en dróninn lenti í vatninu tókst honum að grípa hannmeð annarri hendi og mögulega að forða sér frá töluverðu fjárhagslegu tjóni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×