Lífið

Krókódíll hefndi sín illa á veiðimanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kannski átti maðurinn þetta skilið.
Kannski átti maðurinn þetta skilið.
Krókódílar eru víðsvegar í Flórída-fylki og finnast þeir nokkuð oft inni í miðri íbúðarbyggð.

Þá þarf að hringja út sérstakt starfsfólk sem vinnur einfaldlega við það að ná dýrunum og koma þeim aftur út í náttúruna.

Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í úthverfi Flórída í gær þegar mjög reiður krókódíl steinrotaði mann þegar koma átti honum fyrir uppi á pallbíl.

Atvikið náðist á sjónvarpsstöðinni NBA4 Columbus en maðurinn rotast illa eftir þungt högg frá krókódílnum en hér að neðan má sjá þetta sérstaka atvik. Það verður ekki sagt að veiðimaðurinn hafi verið góður við krókódílinn rétt fyrir atvikið og löðrungar hann dýrið nokkuð oft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×