Lífið

Ólafur Arnalds gefur út lag um erfiðan tíma: „Hélt um tíma að ég gæti ekki spilað á píanó aftur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið ber nafnið Unfold.
Lagið ber nafnið Unfold.
Í dag sendir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds frá sér lagið Unfold og myndband við lagið í leiðinni.

Plata er væntanleg frá Ólafi og kemur hún út í lok ágúst. Þetta er fyrsta plata hans í fullri lengd í rúm fimm ár og ber hún nafnið re:member en titillagið kom út fyrir rúmum mánuði.

„Ég var búinn að vera með fingurna í mörgum mismunandi verkefnum undanfarin ár, s.s. að semja kvikmyndatónlist og spila með hljómsveitinni minni Kiasmos, en var búinn að einsetja mér að senda ekki frá mér efni undir eigin nafni fyrr en ég væri kominn með eitthvað algjörlega nýja nálgun á tónlistina mína,“ segir Ólafur.

Ólafur hefur mikið verið að gera tónlist fyrir sjónvarpsþætti að undanförnu.Nordicphotos/Getty
Innblásturinn fyrir nýja plötuna kom þó frá heldur óheppilegum aðstæðum. Fyrir nokkrum árum síðan lenti Ólafur í bílslysi og fékk taugaskemmdir í aðra höndina.

„Ég hélt um tíma að ég gæti ekki spilað á píanó aftur, sem var algjörlega hryllilega tilhugsun. Þetta bjargaðist allt sem betur fer og þó ég hafi ekki fulla virkni get ég vel spilað,“ segir Ólafur. En það var vegna þessa slyss sem að hann fór að prófa sig áfram með sjálfspilandi píanó sem urðu á endanum miðpunkturinn í nýju plötunni.

Hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×