Lífið

Sjáðu fyrstu stikluna úr heimildarmyndinni um Robin Williams

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin Williams var einn farsælasti leikari sögunnar. Hann lést árið 2014.
Robin Williams var einn farsælasti leikari sögunnar. Hann lést árið 2014.
Nú eru nánast liðin fjögur ár frá því að stórleikarinn Robin Williams tók sitt eigið líf.

HBO gefur út heimildarmynd um þennan farsæla leikara um mitt sumar og ber myndin nafnið Come Inside My Mind.

Í myndinni má sjá myndefni af Willams í viðtölum, á setti, þegar hann kemur fram sem grínisti og myndir frá barnæsku leikarans.

Eftir fráfall Robin Williams kom í ljós að hann hafði barist við þunglyndi lengi vel. Williams þjáðist af heilabilunarsjúkdómnum Lewy Body og er því haldið fram að sjúkdómurinn hafi geta ýtt undir það að Robin framdi sjálfsmorð.

Nú hefur HBO gefið út nýja stiklu úr myndinni sem er leikstýrð af Marina Zenovich og verður sýnd ytra 16.júlí í sumar. Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni Come Inside My Mind. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×