Enski boltinn

Vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni tekur gildi 2019

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einhverjir myndu segja að það hafi verið kominn tími á smá jólafrí.
Einhverjir myndu segja að það hafi verið kominn tími á smá jólafrí. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið mun á næstu tveimur vikum staðfeseta vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni sem tekur gildi tímabilið 2019-2020. Sky Sports greinir frá.

Martin Glenn, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, er sagður vera búinn að koma þessari hugmynd áleiðis til ráðgjafa sambandsins og er þetta vel á veg komið.

Talið er að samkomulag við ensku úrvalsdeildina sé í höfn en skrifað verði undir samninginn á næstu tveimur vikum. Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar munu því fá tveggja vikna frí yfir jólahátíðina.

„Við erum að vinna betur og í meiri samvinnu við atvinnumenn í leiknum en áður fyrr. Brátt mun það skila sér í því að það verði frí á miðju tímabili sem er mikilvægt fyrir fyrir félögin okkar og ensku liðin,” er Glenn sagður hafa sent til ráðgjafa sambadnsins.

Heimildir Sky Sports herma að þó samningur hafi verið undirritaður séu félögin samþykkt um að ferðast ekki til annarra landa í því skyni að græða peninga eins og félögin gera oft í frítíma.

Þó fá félögin leyfi til þess að fara til heitari landa og æfa þar en fríið mun ná yfir tvær helgar. Tíu lið eru í fríi fyrri helgina og tíu síðari helgina í desember svo hvert lið fær tvær vikur í frí yfir hátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×