Lífið

Pablo Discobar í víking til New York

Benedikt Bóas skrifar
Strákarnir í góðum félagsskap eftir vel heppnað kvöld á Jupiter Disco. Akira er annar frá vinstri með grænt ennisband og Teitur stendur í miðjunni með flugbeitta kjötexi.
Strákarnir í góðum félagsskap eftir vel heppnað kvöld á Jupiter Disco. Akira er annar frá vinstri með grænt ennisband og Teitur stendur í miðjunni með flugbeitta kjötexi. Teitur Ridderman Schiöth
„Okkur langar að sýna restinni af heiminum hvað íslensk gestrisni og kokteilar hafa upp á bjóða,“ segir Teitur Ridderman Schiöth, yfirbarþjónn á Pablo Discobar, en Teitur og Akira Helmsdal Carré skelltu sér til New York þar sem barinn er með þrjá pop-up viðburði.

„Eftir að við á Pablo Discobar fengum viðurkenninguna Besti bar ársins á Reykjavik cocktail weekend í fyrra langaði okkur að gera eitthvað utan landsteinanna.

Eftir að hafa farið til Tallinn, Boston og Miami ákváðum við að skella okkur til New York sem er talin vera höfuðborg kokteila í heiminum. Stefnan er að búa til litla Pablo Disco­bari á öðrum börum úti í heimi, þetta fyrirbæri sem kallað er popup. Við setjum upp okkar seðil og komum með alls konar leikmuni svo að gestir fái Pablo stemningu beint í æð,“ segir hann.

Akira á öxlum Teits en þetta bragð hafa þeir oft leikið fyrir gesti Pablo Discobar og slógu þeir í gegn enda með brennivín í hendi.
Félagarnir byrjuðu á Jupiter Disco, sem er frægur discobar í Brooklyn, voru á Maiden Lane sem er sjávarveitingahús með kokteilum í gær og verða á Boilermaker á morgun.

Staðurinn er í eigu hins eins sanna Greg Bohem sem á einnig Cocktail Kingdom sem er frægasta og virtasta baráhaldafyrirtæki í heiminum.

„Okkar markmið með öllu þessu er að komast á stall með bestu börum heims, það gæti verið langsótt en það er draumur hvers og eins starfsmanns á Pablo Discobar,“ segir Teitur. 



Kokteilaseðillinn

Puff the magic dragon 

Brennivín, branca menta, jarðarber, sítróna, rjómi og kókó pöffs 

MS Pacman 

Brennivín, Mezcal, sítróna, ananas + disco 

Coming to America 

Brennivín, lime, appelsína, hrá- sykur, portvín, Peychaud’s bitters

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×