Enski boltinn

City leiðir kapphlaupið um Jorginho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jorginho í leik með Napoli á tímabilinu.
Jorginho í leik með Napoli á tímabilinu. vísir/getty
Manchester City leiðir kapphlaupið um Jorginho, miðjumann ítalska liðsins Napoli, ef marka má heimildir Sky á Ítalíu.

City á að hafa lagt fram tilboð í kappann sem hljóðar upp á 40 milljónir punda fyrir þennan 26 ára gamla miðjumann en Napoli er sagt vilja fá að minnsta kosti 44 milljónir.

Ensku meistararnir eru nú komnir á markaðinn og vilja styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Jorginho er ofarlega á þeim lista en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Napoli.

„Jorginho er enn með samning en ef Napoli kemst að samkomulagi við City þá fer leikmaður til City,” sagði umboðsmaður Jorginho, Joao Santos. „Að komast að samkomulagi við enska félagið verður ekki erfitt vegna stærðar félagsins.”

„City er enskur meistari og er einn af stóru félögunum í Evrópu. Ef Napoli og City komast að samkomulagi þá getum við talað um það en annars er hann ángæður í Napoli.”

„Á þessum tímapunkti hef ég ekki heyrt neitt frá stjórnarformönnum Napoli. Ég vonast til að heyra frá framkvæmdarstjóranum og kannski á næstu dögum verð ég í Naples að tala um þetta,” sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×