Enski boltinn

Gylfi kominn með nýjan stjóra og sá vill spila sóknarbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Silva.
Marco Silva. Mynd/Twitter/@Everton
Marco Silva er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni en enskir fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því fyrr í vikunni að fátt kæmi í veg fyrir þessa ráðningu..

Everton tilkynnti í dag um saminginn við Marco Silva á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum.

Marco Silva tekur við af Sam Allardyce sem stýrði Everton-liðinu út síðasta tímabil eftir að Ronald Koeman var rekinn.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki búinn að vera í ár hjá Everton en Marco Silva er engu að síður þriðji knattspyrnustjórinn hans á Goodison Park.





Marco Silva er fertugur Portúgali sem vakti mikla athygli fyrir frábært starf hjá bæði Hull City og Watford.

Everton sóttist eftir störfum hans þegar Koeman var rekinn en Watford brást mjög illa við því. Watford endaði hinsvegar á því að reka Marco Silva í janúar eftir að gengi liðsins hrundi.

„Ég er virkilega stoltur af því að vera orðinn knattspyrnustjóri Everton,“ sagði Marco Silva.

Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, segir að nýi stjórinn vilji spila flottan sóknarbolta og það er eitthvað allt annað en Sam Allardyce bauð upp á í vetur.  Þetta ættu að vera mjög góðar fréttir fyrir Gylfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×