Íslenski boltinn

Ástríðan með Jóni Rúnari á heimavelli: „Hef aldrei verið erfiður. Þú getur spurt konuna mína“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir áhorfendur létu veðrið ekki stöðva sig.
Þessir áhorfendur létu veðrið ekki stöðva sig.
Ástríðan í Pepsimörkunum var í Kaplakrika í 4.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í síðustu viku. Þar var fylgst með leik FH og KA sem fór 3-1 fyrir heimamönnum.

Stefán Árni Pálsson, umsjónamaður Ástríðunnar, og myndatökumaðurinn Sigurður Már Davíðsson voru á svæðinu og heyrðu meðal annars hljóðið í Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, en hann hefur staðið í stúkunni á móti aðalstúkunni í Kaplakrika í fjöldamörg ár og fylgist hann með leiknum þaðan.

Á fimmtudagskvöldið var í raun fárviðri á höfuðborgarsvæðinu en það hafði enginn áhrif á Jón Rúnar sem stóð allan leikinn á sínum stað.

Hér að neðan má heyra hljóðið í Jóni og stuðningsmönnum FH og KA fyrir og eftir leik.

Hér má fylgjast með Pepsimörkunum á Facebook en þar birtast fjölmörg myndbönd úr Pepsimörkunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×