Lífið

James Corden útskýrir skrýtinn svip í konunglega brúðkaupinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mörg hundruð milljónir fylgdust með athöfninni í beinni útsendingu.
Mörg hundruð milljónir fylgdust með athöfninni í beinni útsendingu.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband á laugardaginn.

600 gestir voru í kapellunni þegar þau Meghan og Harry voru gefin saman og var einn af þeim breski spjallþáttastjórnandinn James Corden og eiginkonan hans Julia Carey. Hjónin hafa þekkt Harry Bretaprins persónulega í sjö ár og því voru þau viðstödd.

Nokkuð sérstök mynd náðist af Corden í athöfninni og var hann heldur alvarlegur á svip. Corden útskýrði svipinn í síðasta þætti af The Late Late Show with James Corden.

Hann segir að athöfnin hafi verið stórbrotin en umræddur svipur hafi verið settur upp þegar hann hlustaði á organistann spila hádramatíska tónlist.

Hér að neðan má hlusta á Corden og hvernig hann upplifði brúðkaupið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×