Lífið

Varalestrargrín úr konunglega brúðkaupinu slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gott grín úr konunglega brúðkaupinu.
Gott grín úr konunglega brúðkaupinu.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband á laugardaginn.

600 gestir voru í kapellunni þegar þau Meghan og Harry voru gefin saman og er talið að mörg hundruð milljónir hafi fylgst með brúðkaupinu í beinni sjónvarpsútsendingu.

Þar var fylgst vel með hverju andartaki en eitt vinsælasta myndbandið á YouTube í heiminum í dag kemur frá síðunni Bad Lip Reading.

Þar er búið að talsetja setningar frá brúðhjónunum, gestum í salnum, prestunum og fleiri. Reyndar er búið að setja þetta saman með vægast sagt óhefðbundnum og fyndum hætti þar sem talað er fyrir fólkið á léttu nótunum.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft fimm milljón sinnum á myndbandið sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Auða sætið var ekki handa Díönu

Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×