Fótbolti

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2020 í Istanbul

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlaupabraut og allt.
Hlaupabraut og allt. vísir/getty
UEFA tilkynnti í gær að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2020 verði spilaður í Isanbul á Ataturk leikvanginum þar í bæ.

Einhverjir stuðningsmenn hugsa sér væntanlega gott til glóðarinnar enda á liðið góðar minningar frá því þegar liðið tryggði sér titilinn á ótrúlegan hátt árið 2005.

Einnig var tilkynnt í gær að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sama ár, 2020, verði haldinn í Gdansk í Póllandi og Estadio Dragao í Porto verður staðurinn þar sem Super Cup verður leikinn.

UEFA hefur verið undir mikilli pressu frá félögunum og stuðningsmönnum þeirra að þau finni auðveldari staði fyrir alla þáttakendur leiksins en síðast í gær bárust fréttir af óförum stuðningsmanna Liverpool varðandi leikinn á laugardaginn.

Þúsundir stuðningsmanna Liverpool eru nú í vandræðum að komast á úrslitaleikinn í Kiev er Liverpool mætir Real eftir að aflýst var flugi þeirra til Úkraínu. Þeir leita nú ráða til að komast til Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×