Innlent

Ferðamaður keypti umferðarskilti af grunsamlegum skransala

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Manninum var greint frá því að skransalinn í vegkantinum kunni að hafa verið vafasamur
Manninum var greint frá því að skransalinn í vegkantinum kunni að hafa verið vafasamur
Erlendur ferðamaður var í vikunni stöðvaður í vopnaleit á Keflavíkurflugvelli þar sem hann reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Um var að ræða skilti sem gefur til kynna að bifreiðastöður séu bannaðar. Í samtali við lögreglumann úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum kvaðst ferðalangurinn hafa keypt skiltið af farandsala í vegkanti á milli Hafnar í Hornafirði og Víkur í Mýrdal. Sagðist hann hafa greitt þrjú þúsund krónur fyrir skiltið.

Hann afsalaði sér hins vegar gripnum þegar honum var gert ljóst að eitthvað kynni að vera bogið við þessi viðskipti. Það verður fært til áhaldahúss Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×