Innlent

Kjörstöðum landsins lokað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Talning atkvæða er hafin alls staðar en sums staðar er henni vissulega lokið og liggja úrslit fyrir.
Talning atkvæða er hafin alls staðar en sums staðar er henni vissulega lokið og liggja úrslit fyrir. vísir/ernir
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin alls staðar. Sums staðar var kjörstöðum vissulega lokað fyrr og liggja úrslit fyrir í einhverjum sveitarfélögum en fylgjast má með nýjustu vendingum og tölum í vaktinni hér á Vísi.

Mikil spenna er víða um land fyrir úrslitum kosninganna, til að mynda í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Í Eyjum er kjörsókn með mesta móti en síðdegis höfðu um 70 prósent kjósenda á kjörskrá kosið. Voru utankjörfundaratkvæði þá talin með.

Klukkan 21 var kjörsókn í Reykjavík 55,63 prósent sem er ívið meira en árið 2014 þegar hún var 51,53 prósent á sama tíma.

Búast má við fyrstu tölum úr höfuðborginni upp úr klukkan 23 í kvöld en allra fyrstu tölur munu berast strax upp úr klukkan 22 þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Hvaðan fyrstu tölur berast liggur ekki fyrir en þær gætu verið til dæmis verið úr Hafnarfirði, Ísafirði eða Eyjum.

Kosningasjónvarp Stöðvar 2 er hafið og má fylgjast með því í beinni útsendingu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×