Fótbolti

Neymar enn ekki klár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu með Brössunum.
Neymar á æfingu með Brössunum. vísir/getty
Brasilíski landsliðsmaðurinn, Neymar, segist enn ekki vera orðinn hundrað próent klár í slaginn eftir aðgerð sem hann gekkst undir í febrúar.

Hann meiddist í leik gegn Marseille í febrúar og hefur ekki spilað síðan þá. Hann keppist við að ná HM í sumar en hann hefur æft með Brössunum síðustu daga og er að komast af stað.

„Ég er ekki hundrað prósent klár. Það mun koma með tímanum. Ég er enn smá hræddur við það að fara á fulla ferð en það eru enn nokkrir dagar áður en ég fer af stað,” sagði Neymar.

„Það mun taka smá tíma að komast yfir óttann en ég er tilbúinn að spila. Ekkert getur stöðvað mig. Löppin er fín. Ég verð bara aðlagast nokkrum hlutum og mér líður smá óþægilega en það er ekki að fara stöðva mig frá því að spila.”

Brasilía hitar upp fyrir Rússland með tveimur vináttulandsleikjum. Þeir spila við Króatíu á Anfield 3. júní áður en þeir spila við Austurríki í Vín þann tíunda júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×