Innlent

Geirfinnsmál sett á dagskrá

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980, fyrir 38 árum.
Dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980, fyrir 38 árum. Vísir/GVA

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Munnlegur málflutningur verður 13. september næstkomandi en dóminn skipa Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.

Endurupptökunefnd féllst í fyrra á beiðnir dómfelldu um endurupptöku manndrápsdómanna en synjaði beiðni um endurupptöku dóma fyrir rangar sakargiftir. Erla Bolladóttir á því ekki aðild að málinu, ein hinna dómfelldu.

Davíð Þór Björgvinsson sækir málið af hálfu ákæruvaldsins en hann gerir kröfu um að hin dómfelldu verði sýknuð. 


Tengdar fréttir

Flókið ferli endurupptökunnar

Endurupptaka sérstæðasta sakamáls síðari tíma hefur flókinn feril. Dómarar gætu reynst vanhæfir, óvíst er hvort málið verður flutt munnlega og óljóst hvort Hæstiréttur er bundinn við sýknukröfur saksóknara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.