Enski boltinn

99 prósent öruggt að fertugur Portúgali verði næsti stjóri Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Silva.
Marco Silva. Vísir/Getty
Það lítur allt út fyrir það að Portúgalinn Marco Silva verði næsti knattspyrnustjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga hjá Everton.

Sky Sports News segir að það sé nú 99 prósent öryggt að Marco Silva setjist í stjórastólinn á Goodison Park og taki þar með við starfi Sam Allardyce.

Heimildir Sky Sports eru frá aðilum sem þekkja vel til hjá Everon.

Marco Silva hefur þegar rætt við Marcel Brands sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton frá og með föstudeginum kemur.

Marco Silva var inn í myndinni þegar Ronald Koeman var rekinn í vetur en hann var þá ennþá knattspyrnustjóri Watford.

Watford brást mjög illa við þegar Everton var að hringla í kringum þeirra mann. Everton hætti við og réð Sam Allardyce en lítið gekk hjá Marco Silva og mönnum hans í framhaldinu. Marco Silva var síðan rekinn frá Watford í janúar.

Everton ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og Farhad Moshiri, eigandi félagsins, er sannfærður um að þessi fertugi Portúgali sem maðurinn til að koma félaginu aftur í hóp þeirra bestu.

Everton stefnir að því að yfirgefa Goodison Park og fara að spila á nýjum glæsilegum 55 þúsund manna velli Bramley Moore Dock tímabilið 2022 til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×