Enski boltinn

Touré varar City við „reiðum Mourinho“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Yaya Touré.
Yaya Touré. vísir/getty
Yaya Touré varaði fyrrum liðsfélaga sína í Manchester City við því að þeir muni mæta mjög reiðum Jose Mourinho á næsta tímabili.

Manchester City vann ensku úrvalsdeildina örugglega á nýliðnu tímabili þar sem liðið bætti metið um stigafjölda, fjölda sigra og mörk skoruð á einu tímabili í deildinni.

City hefur aldrei náða að verja Englandsmeistaratitilinn en Pep Guardiola og hans menn stefna á að ná þeim áfanga á næsta tímabili. Samningur Touré rann út í lok tímabilsins og mun hann yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

„Mourinho mun vera mjög reiður og Tottenham eru með frábært lið,“ sagði Touré við Manchester Evening News.

„City getur unnið titilinn aftur en það veltur á því hvernig leikmennirnir koma undan heimsmeistaramótinu því þeir munu ekki fá næga hvíld,“ sagði Yaya Touré.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×