Enski boltinn

Swansea leitar að nýjum knattspyrnustjóra

Einar Sigurvinsson skrifar
Carlos Carvalhal.
Carlos Carvalhal.
Carlos Carvalhal mun hætta sem knattspyrnustjóri Swansea í lok leiktíðar. Samningur Carvalhal rennur út í lok tímabilsins en talið er að stjórn Swansea hafi horfið frá áformum um að endurnýja samning hans.

Swansea hefur ekki unnið síðustu átta leiki í röð og er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni, en liðið þyrfti að vinna upp níu marka mun milli sín og Southampton.

Carvalhal tók við Swansea í desember á síðasta ári eftir að hafa verið rekinn frá Sheffield Wed­nes­day. Líklegt þykir að velski þjálfarinn Chris Coleman taki við liðinu, en honum var sagt upp störfum hjá Sunderland fyrir skömmu.

Swansea komst á gott skrið í kjölfar ráðningar Carvalhal og vann liðið til að mynda sigur á Liverpool, Arsenal og Burnley. Gengi liðsins fór þó að dala og er nú svo komið að þeirra bíður tímabil í Championship-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×