Enski boltinn

Atlético ætlar að fá Agüero frá City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergio Agüeru varð Evrópudeildarmeistari með Atlético.
Sergio Agüeru varð Evrópudeildarmeistari með Atlético. vísir/getty
Spænska liðið Atlético Madríd ætlar sér að reyna að kaupa argentínska framherjann Sergio Agüero frá Manchester City í sumar en Daily Mail greinir frá þessu.

Atlético seldi Agüero til City árið 2011 en hann var þá búinn að spila í fimm ár með spænska liðinu og skora í heildina 101 mark í 234 leikjum.

Argentínumaðurinn er búinn að skora 199 mörk í 292 leikjum fyrir Manchester City og er markahæsti leikmaður þess frá upphafi en með enska liðinu er hann búinn að vinna deildina þrívegis.

Atlético ætlar að reyna á samband Agüero og knattspyrnustjórans Pep Guardiola, en framherjinn hefur fallið aðeins niður í goggunarröðinni á Etihad-vellinum.

Spænska liðið þarf á framherjum að halda í sumar þar sem að allt lítur út fyrir að Fernando Torres sé á útleið á ný og þá er Antoine Griezmann að öllum líkindum á leiðinni til Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×