Enski boltinn

„Spilað í úrvalsdeildinni í miðri viku og nýrri ofurdeild um helgar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger er að hætta hjá Arsenal.
Arsene Wenger er að hætta hjá Arsenal. vísir/getyt
Arsene Wenger, fráfarandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir óhjákvæmilegt að stofnuð verði evrópsk ofurdeild og að spilað verði í ensku úrvalsdeildinni í miðri viku.

„Eftir nokkur ár verður klárlega búið að stofna nýja evrópska deild sem verður spilað í um helgar,“ segir Wenger í viðtali við BBC en hann segir einfaldlega að hjá þessu verði ekki komist.

„Hvers vegna? Jú, fyrst og fremst vegna þess að það verður alltaf meira og meira vandamál fyrir stóru félögin að deila peningunum með litlu félögunum.“

„Stóru félögin eiga eftir að benda á að enginn vill horfa á litlu liðin mætast heldur vilja þau sjá gæði. Stóru liðin þurfa að deila auðnum með þeim litlu en enginn hefur áhuga á þessum litlu.“

„Það verður spilað í landsdeildum á þriðjudögum og miðvikudögum. Þetta er skrefið sem ég held að verði tekið,“ segir Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×