City komst í 100 stig │Southampton hélt sér uppi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gabriel Jesus tryggði sigurinn í dag
Gabriel Jesus tryggði sigurinn í dag Vísir/Getty
Manchester City varð fyrsta liðið til þess að brjóta 100 stiga múrinn í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Southampton í lokaumferð deildarinnar í dag.

Fyrir síðustu umferðina var City með 97 stig, nú þegar búið að bæta metið yfir flest stig á einu tímabili en það átti lið Chelsea tímabilið 2004-05 með 95 stig.

Eftir að allt stefndi í markalaust jafntefli var það Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus sem tryggði City 100 stigin með marki seint í uppbótartíma.

Southampton átti enn tölfræðilegan möguleika á því að falla úr deild hinna bestu fyrir umferð dagsins en til þess þurfti liðið að tapa stórt fyrir City á meðan Swansea ynni stórsigur á Stoke. Svönunum mistókst hins vegar að sigra fallna Stoke menn og Southampton er því öruggt með sæti sitt á næsta tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira