Enski boltinn

Jóhann Berg hjá Burnley til 2021

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður áfram í norður Englandi næstu árin en hann framlengdi í dag samning sinn við Burnley.

Jóhann Berg kom til Burnley sumarið 2016 eftir EM í Frakklandi og er nú bundinn félaginu til 2021 eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Hann kom við sögu í 34 leikjum af 37 í ensku úrvalsdeildinni og gerði í þeim átta stoðsendingar og tvö mörk.







„Þetta tímabil hefur verið mjög gott bæði fyrir mig persónulega og liðið. Að vera verðlaunaður með nýjum samning er frábært,“ sagði Jóhann Berg við heimasíðu félagsins.

„Ég vildi vera áfram hér, hér líður mér vel og fjölskyldan kann vel við sig svo ég vildi skrifa undir nýjan samning. Það er gott að klára þetta fyrir heimsmeistaramótið.“

Jóhann Berg verður að öllum líkindum einn af þeim 23 leikmönnum sem Heimir Hallgrímsson velur í lokahópinn fyrir HM í Rússlandi en hann verður kynntur í dag og hefst bein útsending frá fundinum á Vísi og Stöð 2 Sport 3 klukkan 12:45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×