Enski boltinn

Klopp: Snýst allt um sunnudaginn

Einar Sigurvinsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/afp
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki með hugann við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í lok mánaðarins, en þar mætir liðið Real Madrid. Liverpool mætir Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og á sá leikur hug hans allan.“

„Núna snýst allt um sunnudaginn. Við verðum að vera fullkomlega einbeittir fyrir þann leik, og við verðum það. Þetta er engin kveðjuleikur á sunnudaginn, þetta er alvöru keppnisleikur á móti sterku liði.“

Fyrir síðustu umferð deildarinnar er Liverpool er í 4. sæti með 72 stig, tveimur stigum meira en Chelsea. Tapi Liverpool lokaleiknum gegn Brigton gæti Meistaradeildarsætið því farið til Chelsea, en þeir mæta Newcastle í sínum síðasta deildarleik. Liverpool er hins vegar með 15 mörkum betra markahlutfall og ætti jafntefli því að duga liðinu.

„Verðlaunaafhendingin okkar var haldin í gær og fjölmargir óskuðu mér góðs gengis í úrslitaleiknum. Það voru tveir eða þrír sem óskuðu mér góðs gengis á sunnudaginn. Þetta snýst allt um næstu áskorum, sem er síðasti leikur deildarinnar, það er stór leikur.“

Þá sagði Klopp að útlit væri fyrir að Adam Lallana, sem hefur verið frá nær allt tímabilið vegna meiðsla, sé að verða heill heilsu.

„Hann er í eins góðu formi og mögulegt er. Hann hefur verið á venjulegum æfingum í um það bil viku. Þetta hefur verið langur tími án nokkurs fótbolta, en Adam er Adam, í sannleika sagt lítur hann frekar vel út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×