Enski boltinn

Salah: Ætlaði alltaf að sýna að þeir höfðu rangt fyrir sér

Einar Sigurvinsson skrifar
Salah tekur við verðlaununum frá ensku blaðamönnunum.
Salah tekur við verðlaununum frá ensku blaðamönnunum. getty
„Ég var hérna fyrir fjórum árum og það voru margir sem sögðu að ég gæti ekki náð árangri, að ég gæti ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni. Að hún væri of erfið fyrir mig,“ segir Mohamed Salah, leikmaður Liverpool. Hann var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum á Englandi í gær.

„Ég var alltaf með það í huganum að koma til baka, um leið og ég fór frá Chelsea. Ég ætlaði alltaf að sýna að þeir höfðu rangt fyrir sér, svo ég sannaði að þeir höfðu rangt fyrir sér.“

Salah hefur verið óstöðvandi fyrir Liverpool á tímabilinu og skorað 43 mörk í öllum keppnum. Hann er viss um að fyrsta tímabilið sitt með Liverpool sé aðeins upphafið á einhverju stærra.

„Ég er mjög ánægður, það er allt í góðu lagi. Ég hef að sjálfsögðu háleit markmið fyrir framtíð mína með Liverpool. Þetta er bara byrjunin.“

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 26. maí en næst á dagskrá hjá liðinu er leikur gegn Brighton á sunnudaginn. Liverpool þarf að stigi að halda til þess að vera öruggir með sæti Meistaradeildinni á næsta tímabili

„Þú getur séð það að við höfum átt frábært tímabil, við erum að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. En núna erum við bara að hugsa um Brigton. Eftir þann leik höfum við 14 daga til að undirbúa okkur fyrir úrslitaleikinn. Við ætlum okkur að vinna Real Madrid.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×