Enski boltinn

Liverpool þarf stig til að tryggja Meistaradeildarsæti │ Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag en tíu leikir eru á dagskrá í dag. Þeir verða allir spilaðir klukkan tvö.

Spennan er lítil á botninum en þó á Swansea enn séns. Liðið þarf að vinna upp þriggja stiga marka forskot og níu marka mun Southampton á lokadeginum.

Stoke kemur í heimsókn til Wales á meðan Southampton spilar við Englandsmeistara Manchester City á heimavelli.

Liverpool er ekki enn búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Liðið þarf einungis stig á heimavelli gegn Brighton í dag til þess að tryggja það.

Chelsea þarf að treysta á að Liverpool tapi gegn Brighton og að þeir vinni Newcastle á útivelli. Kveðjuleikur Arsene Wenger verður spilaður í dag en hann stýrir sínum síðasta leik er Arsenal spilar við Huddersfield á útivelli.

Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan en alls verða fimm leikir á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Veglega upphitun fyrir umferðina má sjá hér að ofan.

Leikir dagsins:

14.00 Liverpool - Brighton (Í beinni)

14.00 Man. Utd - Watford  (Í beinni)

14.00 Huddersfield - Arsenal (Í beinni)

14.00 Tottenham - Leicester  (Í beinni)

14.00 Southampton - Man. City (Í beinni)

14.00 Crystal Palace - WBA

14.00 Swansea - Stoke

14.00 West Ham - Everton

14.00 Burnley - Bournemouth

14.00 Newcastle - Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×