31 mark skorað í lokaumferðinni á Englandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
System.Threading.Tasks.Task`1[Microsoft.AspNetCore.Html.IHtmlContent]
Ensku úrvalsdeildinni lauk í dag þegar tíu leikir fóru fram samtímis.

Alls voru 31 mark skorað í leikjunum tíu en flest sæti deildarinnar voru ráðin þegar kom að lokaumferðinni og spennan því afar lítil.

Arsene Wenger kvaddi Arsenal með 0-1 sigri á nýliðum Huddersfield þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins.

Það var öllu meira fjör á Wembley þar sem Tottenham vann ótrúlegan sigur á Leicester í níu marka leik. Harry Kane, Erik Lamela og Jamie Vardy gerðu allir tvennu en leiknum lauk með 5-4 sigri Tottenham eftir að Leicester hafði komist í 3-1 í byrjun síðari hálfleiks. 

Chelsea átti veika von um Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina en þeir steinlágu engu að síður gegn Newcastle á St.James´Park þar sem Ayoze Perez gerði tvö mörk og Dwight Gayle eitt í 3-0 sigri Newcastle. 

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lék 80 mínútur þegar Burnley tapaði 1-2 fyrir Bournemouth. Jóhanni var skipt af velli í stöðunni 1-1.

Þá vann West Ham sannfærandi 3-1 sigur á Everton á meðan Crystal Palace lagði fallið lið WBA 2-0.

Miðstöðin: Enska úrvalsdeildin

Leikir dagsins