Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Gústi púst mætti með sólgleraugun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er létt yfir þjálfara Blikanna þessa dagana. Skiljanlega.
Það er létt yfir þjálfara Blikanna þessa dagana. Skiljanlega.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, mætti glaðbeittur í Pepsimörkin í gær enda á toppnum í Pepsi-deildinni með fullt hús stiga.

Hann er fyrsti þjálfarinn í sumar sem kemur í þáttinn eftir sigurleik.

„Ég sá það strax að til þess að vinna fótboltaleiki þá þyrftum við að þétta raðirnar,“ sagði Ágúst en hans menn fóru varlega í sakirnar gegn Keflavík og sóttu á ekkert allt of mörgum mönnum í mörgum tilvikum.

„Við þurfum að nota góða taktík og menn verða að vinna saman. Það sést vel á Blikaliðinu núna. Við erum líka óhræddir að sækja á mörgum mönnum líka en með því skilyrði að menn séu fljótir að skila sér til baka.“

Blikum gekk ekki vel á heimavelli í fyrra og það er eitthvað sem þjálfarinn vill eðlilega breyta.

„Það á enginn að koma heim til okkar og sækja eitthvað þar. Menn eru grimmir og tilbúnir að verja markið. Það sýndi sig í þessum leik og mér fannst við frábærir í vörninni,“ segir Ágúst en hann mætti með sólgleraugun frægu að sjálfsögðu í settið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×