Íslenski boltinn

Lennon gagnrýnir Helga Mikael: „Andar á leikmenn og færð gult spjald“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. vísir/stefán
Helgi Mikael Jónasson hafði mikið að gera í gærkvöld þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Víkings í 3. umferð Pepsi deildar karla þar sem fjórar vítaspyrnur voru dæmdar.

Skotinn Steven Lennon, framherji FH, vandaði Helga ekki kveðjurnar á Twitter eftir leikinn í gær. „Ekki snerta leikmenn þegar Helgi er nálægt. Aukaspyrna og gult spjald ef þú andar á þá,“ stóð í tísti Lennon.





Helgi Mikael var maðurinn með flautuna í fyrsta leik FH á tímabilinu gegn Grindavík suður með sjó þar sem 10 gul spjöld fóru á loft. Sex þeirra fóru á FH-inga, Lennon slapp þó við spjald.

Vítaspyrnudómarnir í Garðabænum í gærkvöld voru sumir umdeildir á samfélagsmiðlum og þjálfararnir ósammála með gildi þeirra í viðtölum eftir leik. Sérfræðingar Pepsimarkanna fóru yfir þetta allt í gærkvöld og samþykktu þrjá af fjórum dómum.


Tengdar fréttir

Alex: Klár vítaspyrna, teikaði mig í teignum

Mikil dramatík var í leik Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. umferðar Pepsi deildar karla í Garðabænum í kvöld. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, þar af ein sem Alex Freyr Hilmarsson nældi í í uppbótatíma. Rick Ten Voorde skoraði úr spyrnunni og tryggði Víkingi jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×