Íslenski boltinn

Þurfti að sauma sex spor í Baldur │Verður með á föstudag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baldur í leiknum í gærkvöld
Baldur í leiknum í gærkvöld vísir/daníel
Baldur Sigurðsson þurfti að fara af velli undir lok leiks Stjörnunnar og Víkings í Garðabænum í dag eftir að liðsfélagi hans Guðjón Baldvinsson rak fótinn í höfuð hans svo fossblæddi úr.

Baldur sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að sauma hafi þurft sex spor þegar hann fór upp á slysavarðsstofu eftir leikinn.

„Ég veit ekki á hvaða stað þetta hitti því það fossblæddi. Ég hefði getað haldið leik áfram en það hefði tekið langan tíma. Þess vegna var gáfulegra að skipta," sagði Baldur enn fremur.

Hann segir meiðslin ekki vera alvarleg og hann reikni fastlega með því að vera með þegar liðið sækir Val heim á föstudaginn.

„Það versta sem gæti gerst er að saumarnir rifni. Það á að taka höfuðhöggum alvarlega en ég fékk engan hausverk eða neitt.“

Leikur Vals og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld.


Tengdar fréttir

Pepsimörkin: Vítaveisla í Garðabænum

Helgi Mikael Jónasson gerði sér lítið fyrir og dæmdi fjórar vítaspyrnur í leik Stjörnunnar og Víkings í gær. Þær voru að sjálfsögðu allar grandskoðaður í Pepsimörkunum í gær.

Alex: Klár vítaspyrna, teikaði mig í teignum

Mikil dramatík var í leik Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. umferðar Pepsi deildar karla í Garðabænum í kvöld. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, þar af ein sem Alex Freyr Hilmarsson nældi í í uppbótatíma. Rick Ten Voorde skoraði úr spyrnunni og tryggði Víkingi jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×