Íslenski boltinn

Guðjón Pétur áfram í Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Pétur í leik síðasta sumar.
Guðjón Pétur í leik síðasta sumar. vísir/anton brink
Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki yfirgefa herbúðir Vals eins og allt benti til í dag en þetta segir í tilkynningu frá Val í kvöld.

Guðjón Valur, sem var varamaður hjá Val gegn Fylki í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag, vildi komast burt frá félaginu og nokkur lið vildu klófesta kappann.

KA og ÍBV gerðu tilboð í Guðjón sem voru samþykkt en einnig voru Breiðablik og KR sögð áhugasöm. Nú er það ljóst að hann verður áfram hjá Val eftir samtal milli hans og félagsins í kvöld.

„Eftir samtal félagsins og Guðjóns Péturs í kvöld hefur verið tekin endanleg ákvörðun um að leikmaðurinn verður ekki seldur frá Knattspyrnufélaginu Val,” segir í tilkynningu frá Val.

Valur er með fimm stig eftir þrjá leiki en liðið spilar við Stjörnuna á föstudag.


Tengdar fréttir

Guðjón Pétur vill yfirgefa Val

Guðjón Pétur Lýðsson hefur beðið um að yfirgefa herbúðir Íslandsmeistara Vals í Pepsi deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×