Íslenski boltinn

Kári: Reynslulausn eftir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar

Tilkynnt var í vikunni að Kári Árnason myndi leika með Víkingi í Pepsi-deildinni eftir HM í Rússlandi. Það kom mörgum á óvart en Kári segir að honum og fjölskyldunni hafi langað heim.

„Það voru ákveðin tilboð sem komu og maður hefði getað hangið í þessu lengur en ég held að það hafi verið kominn tími fyrir fjölskylduna að koma heim,” sagði Kári í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það var líka kominn tími fyrir mig. Ég er búinn að vera úti í sautján ár sem er nánast lífstíðardómur í íslenska réttakerfinu. Maður er kannski kominn á reynslulausn eftir HM,” grínaðist Kári.

„Ef ég ætlaði að spila heima þá var það eina í stöðunni að spila með Víkingi,” sagði Kári sem útilokar ekki að spila áfram með landsliðinu.

„Ég ætla ekki að vera með neina dramatíska yfirlýsingar að ég sé hættur. Ég mun ræða það við Heimi og spyrja hvort að hann þurfi á mér að halda. Þá er ég klár en við sjáum til.”

Allt innslagið má sjá hér að ofan en þar talar Kári meðal annars um hvar hann hafi fundið sig best í atvinnumennskunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.