Lífið

Hvort heyrir þú Yanni eða Laurel?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stutt hljóðklippa á Twitter er að valda fólki miklum heilabrotum.
Stutt hljóðklippa á Twitter er að valda fólki miklum heilabrotum. Vísir/Getty

Twitter notandinn Cloe Feldman birti áhugaverða færslu í vikunni þar sem hún spurði einfaldlega „Hvað heyrir þú? Yanni eða Laurel.“ Mjög fljótlega kom í ljós að netverjar skiptust í tvo hópa og heyrðu ýmist Yanni eða Laurel í hljóðklippunni sem hún lét fylgja með Twitter færslunni.

Mikið hefur verið rifist um þetta á samfélagsmiðlum og það er nokkuð ljóst að þessi klippa er að valda fólki jafn miklum heilabrotum og blái/gyllti kjóllinn gerði á sínum tíma. 

Twitter færslan hefur fengið mikla athygli og umfjöllun í fjölmiðlum og spjallþáttum svo fátt eitt sé nefnt. Feldman birti Youtube myndband um málið þar sem hún sagðist hafa fundið þessa hljóðklippu á Reddit og leitar hún nú að einstaklingnum sem eigi upprunalegu klippuna til að komast til botns í ráðgátunni. 


Tengdar fréttir

Kjóllinn er svartur og blár... eða hvað?

Söguna af umdeildasta kjól ársins má rekja til myndar sem mamma sendi dóttur sinni til að sýna henni kjólinn sem hún ætlaði að vera í við brúðkaup dótturinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.