Fótbolti

Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir hafa það náðugt í 22. sætinu.
Strákarnir hafa það náðugt í 22. sætinu. visir/hanna

Það eru litlar hreyfingar á nýjasta FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun.

Strákarnir okkar eru enn í 22. sæti en Svíþjóð er svo í 23. sæti. Danir eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 12. sæti. Noregur er í 48. sæti.

Fyrstu mótherjar Íslands á HM, Argentína, er í fimmta sæti listans. Hinir mótherjar Íslands á HM eru Króatíu og Nígería. Króatíu er í 18. sætinu en Nígería er í 47. sæti.

Engar breytingar eru á topp tíu listanum sem lítur svona út.

1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Belgía
4. Portúgal
5. Argentína
6. Sviss
7. Frakkland
8. Spánn
9. Sílé
10. PóllandAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.