Fótbolti

Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir hafa það náðugt í 22. sætinu.
Strákarnir hafa það náðugt í 22. sætinu. visir/hanna
Það eru litlar hreyfingar á nýjasta FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun.

Strákarnir okkar eru enn í 22. sæti en Svíþjóð er svo í 23. sæti. Danir eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 12. sæti. Noregur er í 48. sæti.

Fyrstu mótherjar Íslands á HM, Argentína, er í fimmta sæti listans. Hinir mótherjar Íslands á HM eru Króatíu og Nígería. Króatíu er í 18. sætinu en Nígería er í 47. sæti.

Engar breytingar eru á topp tíu listanum sem lítur svona út.

1. Þýskaland

2. Brasilía

3. Belgía

4. Portúgal

5. Argentína

6. Sviss

7. Frakkland

8. Spánn

9. Sílé

10. Pólland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×